á endalausu ferðalagi...
miðvikudagur, desember 01, 2004
Ég náði loksins í tölvukennarann minn eftir næstum því hálfan mánuð. Ég vildi fá að vita hvort að ég hafi náð seinna verkefninu eða ekki. Ef ég hefði ekki náð því hefði ég þurft að gera annað verkefni í Október á næsta ári. Ég hefði getað tekið prófið í janúar en einkunnin hefði ekki orðið virk fyrr en þetta verkefni væri búið. Og viti menn ég náði verkefninu!!

Núna er ég ein heima þar sem að Gústi skrap með jólagjafirnar til Íslands! Þetta er nú voða skrítið að vera svona "Palli einn í heiminum", því venjulega er það ég sem get aldrei verið heima hjá mér. Kannski bara komin tími til að ég mundi prufa það.

Ég fór á sunnudaginn í bíó, sá myndina um hana Birguttu Jóns (bridget Jones). Mér fannst myndin bara góð. Hún er bara svo venjuleg manneskja sem er með leiðinlegan ávana sem henni tekst illa upp með að hætta og svo er hún að berjast við aukakílóin, og hver er ekki að gera það!


Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.